05 maí 2007

Gaman skoða!!!!!!!!!!!!!

Veður: 10,3°/28,8°Léttskýjað. Í gær var slatti af þokuskýjum á ferð um himinhvolfið og um tíma leit jafnvel út fyrir að það mindi gera skúr, en það varð ekkert úr neinni vætu. Veðurútlitið var þannig að ég lagði ekki í að kalka það sem eftir var af garðveggnum í gær eins og ég ætlað mér að gera. Því ef það rignir á það sem er nýbúið að kalka, þá skolast kalkið bara í burtu.

Þórunn hélt áfram að mála innandyra.

Í gær fékk ég í hendur uppfærslu á stýrikerfið í tölvunni hjá mér og nú þegar búið er að setja það upp er stýrirkerfið í tölvunni komið á ensku, en var áður á portúgölsku, þvílíkur munur að skilja eitthvað af þeim leiðbeiningum sem manni standa til boða.

Í dag fórum við út að borða og í heimleiðinni litum við inn í ddótabúðina sem við köllum svo, því þar eru seldar tölvur og önnur rafmagnstæki. Það er gífurlega mikið úrval þarna af tólum og tækjum og þar af leiðandi gaman að skoða sig um. Við fórum þarna inn til að kaupa fjöltengi við hátalarasnúru og fundum það strax, svo að á eftir var farið að skoða svona sitt lítið af hverju og það endaði auðvitað með því að við keyptum talsvert meira en til stóð. Það skemmtilega við að fara inn í svona búð, er að maður fer inn og veit ekki til að það sé neitt sem mann vanhagar um, en sér svo hlut sem maður getur vel hugsað sér að eiga, en ég læt Þórunni eftir að segja frá þessum kaupum á sinni heimasíðu.

Engin ummæli: