Veður:12°/23,4° rigningarsuddi fram yfir hádegi í gær, en þurrt síðdegis og í dag hafa verið nokkrar sólarstundir, en gola.
Í gær fengum við góða gesti langt að komna. Það voru Jón og Hjörtur bræður Þórunnar ásamt eiginkonum. Þau komu akandi frá Svíþjóð og voru fremur óheppin með veður á leiðinni, fengu einum of mikið af rigningu. Vonandi að þau fái betra veður á meðan þau verða hér. Spáin er allavega góð fyrir næstu daga og ekki annað að gera en vona að hún rætist. Dagurinn í dag var notaður ti að fara í búðir, svo það þurfi ekki að eiða tíma í slíkt þegar góða veðrið brestur á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli