18 maí 2007

Veður: 11,3°/34,5° léttskýjað.















Nú má víða sjá nýsána maísakra hér í nærsveitum okkar. Þessi snyrtilegi maísakur er við götuna okkar, beint á móti okkar húsi.


















Bóndabaunirnar gefa mjög góða uppskeru hjá okkur í ár. Hér sést Þórunn með nokkra myndarlega baunabelgi í höndunum. Hún Mathild grannkona okkar gaf okkur nýtt afbrigði af bóndabaunaútsæði, sem gefur óvenju góða uppskeru.
Svona til að leika alvöru bónda, þá verð ég að barma mér yfir lélegri kartöfluuppskeru í ár, en það verður meira af bóndabaunum en við komumt yfir að borða.
Posted by Picasa

Engin ummæli: