03 maí 2007

Veður: 7°/24,4° þokuloft fyrst í morgunn, en síðan léttskýjað.

Það er búið að vera fremur svalt í veðri hér síðustu daga, en í dag breytti til batnaðar og var hlýtt og notalegt veður á ný.

Þórunn slær ekki slöku við í sinni málarvinnu og ég reyndi líka að sýna lit í dag og lauk við að mála það sem eftir var að mála með málningu af veggjunum í kring um garðinn. Nú er bara eftir sá hluti veggjanna sem ég ætla að kalka og það er búið að setja það á dagskrá morgundagsins að ljúka þ´vi af.

Engin ummæli: