Veður: 12,5°/26,4° skýjað í morgunn, en létti til þegar leið á daginn.
Jónína og Guðmundur heimsóttu okkur í dag ásamt móðir Guðmundar, en hún er orðin 86 ára og lætur sig ekki muna um að ferðast hingað með syni sínum.
Ég varð fyrir alvarlegri líkamsárás í gærdag, en er sem betur fer að jafna mig núna. Maður á síst von á því að ráðist sé að manni við að slá grasflötina sína, en ´´u er ég búinn að reyna að það eru ekki margir staðir öruggir í þessari veröld. En semsagt þar sem ég rölti í rólegheitum á eftir sláttuvélinni og átti mér einskins ills von kom stærðar fluga í vígahug og demdi sér á vangann á mér hægra megin rétt neðan við eyrað og sú var ekki lengi að sprauta í mig vænum skammti af eitri og gerði sig líklega til að gera aðra atlögu en mér tókst að berja hana frá mér með húfunni. Mig logsveið fyrst á eftir og í dag var ég eitthvað líkur hamstri öðru megin á andlitinu, en sem betur fer er þetta byrjað að jafna sig núna. Það leynast víða hættur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli