06 maí 2007

Sunnudagsferð um fjalllendi

Veður: 4,1°/27,5°léttskýjað.´

Sunnudagsferðin í dag var til Jónínu, en nú var ákveðið að fara ekki styttstu leið heldur var valið að fara talsvert lengri leið sem liggur um svonefnd Busaco og Lousa fjöll. Þegar við vorum búin ap far um Busaco fjöllin stoppuðum við í Lousa og fengum okkur að borða. Vorum heppin með veitingastað og fengum alveg ágætismat. Eftir matarhlé var lagt í Lousa fjöllin, vegurinn um þau er víða ansi bugðóttur, enda liggur hann víða hátt uppi í fjallshlíðum, svo maður sér ofan í djúpa og víða þrönga dali. Útsýnið á þessari leið er víða mjög fallegt. Þessi fjöll eru öll gróðri vafin upp á hæstu tinda, það sést hvergi gróðurlaus blettur. Ég ætla mér að setja myndir frá ferðalaginu inn í myndaalbúmið mit fljótlega.

Það dafnar vel það sem Jónína er að rækta, enda hugsar hún mjög vel um garðinn sinn. Eftir góðar móttökur hjá Jónínu héldum við heim hefðbundna leið.

Það er mjög margt fólk á gangi á þjóðvegunum í pílagrímsgöngu til Fatimaþ

Það eru pílagrímar á göngu þangað mestan hluta ársins, en langflestir stefna að því að vera í Fatima þann 13. maí, en þann dag á María mey að hafa birst þremur börnum við tré í heiðinni við Fatima. Trúi hver sem vill, en ekki ég.

Það voru mjög margir á gangi á þeim þjóðvegi sem við fórum eftir fyrst í morgunn, en héðan eru um 140 km. til Fatima. Á nokkrum stöðum á leiðinn eru sjúkratjöld til að hlinna að fólki, því það leggur upp í þessa göngu án nokkurrar þjálfunar eða undirbúnings. Sennilega, því meyri þjáning því betra.

Engin ummæli: