7.janúar.
Veður: 12,3 °/15,4° úrkoma 2 mm. Þokumóða og rigningarsuddi eftir hádegi.
Lukum við að ganga frá í kring um tölvurnar, en síðan var farið í að taka niður jólaskraut og jólaljós, Þórunn sá um allt innanhúss en ég sá um jólaljósin úti.
Börnin úr skólanum og leikskólanum komu í sína þrettándaheimsókn í dag ásamt kennurum sínum. Þau fara um þorpið syngjandi í von um að fá umbun fyrir í formi sælgætis og ef til vill smáaura. Afrakstrinum er svo skipt á milli þeirra í skólanum að lokinni ferð.
Annar dagur án nettengingar, spurning hvort við skiptum um sæti aftur í kvöld til að eyða tímanum, nei ég held við látum það vera, en líf án netsins er óneytanlega dálítið öðruvísi, en líka gott.
6. janúar, þrettándinn
Veður: 12,5°/15° þokumóða og rakt loft, en hékk þurr.
Fórum í góða gönguferð og Þórunn leit við hjá kirkjunni, en þar var uppboð til að afla fjár fyrir ýmsa starfsemi.
Nettengingin var biluð í morgunn, svo það var ekki hægt að setjast við tölvuna eins og venjulega og athuga með veðurspár og lesa blöðin. Þegar komið var framyfir hádegi án þess að hægt væri að tengjast netinu hringdi Þórunn í netþjónustuna, en þar var ekki hægt að ráða bót á þessu sambandsleysi, eina sem hægt var að gera þar var að tilkynna um bilunina og svo er bara að bíða og vona að einhvern tíman verði farið í að laga þetta.
Þórunn fékk þá hugmynd síðdegis að við flyttum búferlum með tölvurnar okkar á skrifborðinu, við semsagt hefðum sætaskipti og flyttum allt okkar hafurtask með okkur. Mér leist vel á þetta svo það var gengið í málið og tól og tæki aftengd og flutt til á skrifborðinu og svo að tengja allt upp á nýtt og koma snúrum og köplum snyrtilega fyrir á ný. Við vorum að til miðnættis, en þa´var bara eftir að fínpússa snúrudótið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli