Veður: 13°/16,1° úrkoma 1 mm. Þokuloft
Loksins eftir hádegi í dag var athugað með hvers vegna við hefðum ekki nettengingu fyrir tölvurnar, en við erum búin að vera sambandslaus síðan á laugardag. Að venju var byrjað á að koma hingað heim og athuga hvort eitthvað væri bilað hér, en svo reyndist ekki vera og þá var athugað með netþjóninn og þar fannst bilun sem var lagfærð. Þvílíkur munur að vera lominn í samband á ný, þó maður eigi ekkert brýnt erindi á netið, en það er bara orðinn fastur liður í daglegu amstri að vera á netinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli