Veður: 0,2°/13,7° úrkoma 30 mm. Rigning í gærkvöldi og skúrir í dag.
Loksins, loksins rigndi eitthvað að gagni hér vona bar að það verði eitthvað framhald á rigningu hér.
Við hættum okkur út á hálan ís í kvöld með því að skrifa undir samkomulag við annað símafélag um nettengingu og síma. Við höfum einu sinni áður reynt að skipta um netþjón er vorum þá svo óheppin að lenda á lélegri þjónustu, enn lélegri en við höfðum, svo við neyddumst til að snúa til sama lands á ný. Við höfum verið í viðskiptum við það sem einu sinni var ríkisfyrirtæki en nú er búið að einkavæða, en þjónustan hefur alla tíð verið mjög léleg. Ég er lengi búinn að fylgjast með þessu félagi sem við gerðum samninginn við í kvöld og það fer gott orð af því, en það hefur ekki verið með þjónustu á þessu svæði fyrr en nú. Það opnaði fyrir þjónustu hér fyrir viku og í kvöld voru hér sölumenn frá þeim.
Við eigum að tengjast eftir tvær til þrjár vikur og vonandi gengur betur nú en í fyrra sinn þegar við reyndum að skipta um fyrirtæki. Við höldum sama símanúmeri áfram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli