Veður: 2,5°/19,6° léttskýjað.
Fórum í góðan hjólatúr í dag, það er svo hressandi fyrir líkama og sál að hjóla eða ganga og anda að sér ferskum ilmi af gróðrinum, nú er það ilmurinn af mímósunni sem liggur í loftinu. Það er líka verið að byrja að plægja akrana fyrir vorsáningu og þegar farið er framhjá nýplægðum akri er gróðurangan í lofti af moldinni.
Nú svo er að lokum smásaga af sjónskertum manni sem var að finna sér til kvöldverð. Eins og góðum kokki sæmir fann hann til það sem átti að nota við kvöldverðinn og þar með var ein jógúrtdós, en eitthvað var sá sjónskerti utan við sig því hann setti tepoka og hunang í jógúrtdósina, því hvít tekrús og hvít jógúrtdós er ekki svo auðvelt að greina í sundur svona ofanfrá séð þegar þetta er í móðu. Sem betur fór áttaði sá sjónskerti sig á mistökunum áður en hann hellti heita vatninu í jógúrtið og jógúrt með hunangi bragðast bara vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli