Veður: -1,9°/11,1° alskýjað og um kaffileitið byrjaði að rigna smávegis og nú í kvöld er komin úrhellisrigning. Það var alveg kominn tími á að við fengjum alvöru rigningu hér, svo það má segja að nýja árið byrji vel.
Við kvöddum gamla árið og heilsuðum því nýja í rólegheitum hér heima, horfðum á sjónvarp aðallega frá Þýskalandi því af einhverjum ástæðum kunnum við ekki að meta skemmtidagskrá hérlendra. Það var talsvert skotið upp af flugeldum, en mest af þeim springur bara með hvelli en fylgir engin ljósadýrð með. Þetta er sama gerð af flugeldum og notaðir eru við hátíðir hjá kirkjunni. Það var heilmikill hávaði um miðnætti, því margir fóru út á götu og börðu þar potta og pönnur af miklum móð.
1 ummæli:
Gleðilegt ár og takk fyrir allt það liðna.Kveðjur úr firðinum fagra á fróni.Gyða og co.
Skrifa ummæli