03 janúar 2008

Reykingabann

Veður: 5,2°/11,8° skýjað og skúraveður, sólin náði samt að sýna sig nokkrum sinnum í dag. Úrkoma 35mm. Það voru þrumur í nótt og fram á morgunn. Við þessa úrkomu nú tvo síðustu daga hefur áin okkar hér í dalnum breyst úr lækjasprænu í það að verðskulda að vera nefnd á.

Núna fyrsta janúar tók gildi reykingabann hér í Portúgal, svo nú má hvergi reykja nema á heimilum og úti við. Ekki leyfðar reykingar á kaffihúsum, veitingastöðum né skemmtistöðum. Við fórum í verslunarmiðstöð í dag þar sem líka eru veitingastaðir og þar sást enginn vera að reykja og það var mikill munur hvað loftið þarna inni var betra en verið hefur. Það er nú svo að maður gerði sér ekki grein fyrir því hvað loftið var reykmettað fyrr en reykurinn er horfinn úr loftinu og loftið er bara nokkuð ferskt,næstum eins og úti.

Engin ummæli: