20 janúar 2008

Praia de Mira

Veður: 2,1°/22,4° heiðskírt.

Notuðum okkur góða veðrið í dag til að fara á ströndina og njóta þess að vera við sjóinn. Staðurinn sem við völdum að fara á í dag heitir Praia de Mira og er í um 50 Km. Fjarlægð héðan til suðurs. Þetta er einn falllegasti strandbærinn í grennd við okkur húsin eru í bland ný og gömul, en ekki bara íbúðarblokkir eins og í mörgum öðrum slíkum bæjum. Bærinn stendur við stórt lón sem gerir bæinn enn falllegri og í góða veðrinu var skemmtilegt að sjá húsin speglast í lóninu. Það var líka talsvert af öndum á lóninu og börn að gefa þeim brauð.

Fyrst af öllu byrjuðum við á því að fá okkur að borða og vorum reglulega heppin með veitingastað og fengum góðan mat.

Eftir matinn fengum við okkur gönguferð í fjörunni og tókum þar nokkrar myndir ég vona að ég verði duglegur og komi því í verk að setja þær inn á myndasíðuna mína fljótlega, en það er víst orðið æði langt síðan ég hef sett myndir þar inn. Útræði hefur verið stundað þarna um aldir þó engin sé höfnin, en er nú að mestu aflagt, nema sem sýningaratriði fyrir ferðamenn.

Ekki veit ég hvort hafið hefur krafist einhverra fórna nýverið, eða hvort verið hefur verið að minnast þeirra sem farist hafa áður fyrr með því að dreifa blómvöndum á sjóinn, en það var mikið af rósavöndum í flæðarmálinu og eins voru blómakransar í hálfa stöng á fánastöngum við minnismerki sjómannsins á fjörukambinum.

DSC05077 Svona líta bátarnir út sem notaðir eru til sjósóknar þarna, en það er búið að setja utanborðsmótor í þennan bát.

Minnismerki og kirkjan Blómakransar á fánastöngunum, minnismerki sjómannsins og kirkja byggð í sama stíl og hús fiskimannann sem þarna bjuggu voru byggð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínt að sjá að hitastigið er farið að rísa uppávið. Það var ótrúlega lágt um daginn.
Kveðja frá Selfossi þar sem allt er á bóla bullandi kafi í snjó.