22 janúar 2008

Vifta

Veður: 0,9°/19,8° Léttskýjað.

Þá er ný vifta tekin til starfa í eldhúsinu hjá okkur. Gamla eldhúsviftan bilaði skömmu áður en við fórum til Íslands, svo við skildum hana eftir hjá rafvirkja og vonuðumst til að hann gæti gert við hana á meðan við vorum í burtu, en hann sagði að það svaraði ekki kostnaði að gera við viftuna. Við erum búin að taka góðan tíma í að leita að nýrri viftu og þegar við vorum búin að finna slíkan grip var hann ekki til á lager svo við þurftum að bíða eftir að hún væri pöntuð.

Það þurfti að taka nýju viftuna í sundur til að geta fest hana upp og Þórunni leist ekki alveg nógu vel á að ég færi að þreifa mig áfram við þetta svo það varð úr að Graca vinkona okkar kom með sinn eiginmann til að koma viftunni á sinn stað og það gerði hann með miklum sóma í gærkvöldi. Nú er verið að vígja viftuna með því að sjóða kjötsúpu og ekki annað að sjá en hún ætli að skila sínu hlutverki með sóma.

Engin ummæli: