Veður: 11,5°/17,9° skýjað. Það gerði golu strax í gærkveldi sem varð til þess að kalda loftið náði ekki að setjast í dalinn okkar í nótt, eins og gerist venjulega á björtum og kyrrum nóttum.
Það er ýmislegt í umhverfinu hér sem segir okkur að vorið sé að nálgast, þó það sé enn ekki komið á beinu brautina. Nú er mímósan að sýna okkur sín falllega gulu og vel lyktandi blóm, blómstrandi tré eru líka komin með knúppa og sum þeirra eru að byrja að opna fyrir okkur blóm sín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli