02 febrúar 2008

Afmæli

Veður: 4,2°/18,7° úrkoma 22 mm. Léttskýjað í dag en rigning í gærkvöldi og fram á nótt.

Merkisdagur hér í dag, því hún Þórunn mín á afmæli og nú stendur aldurinn á hálfum tug, svo það er ærin ástæða til að fagna, þó maður fagni nú hverjum degi sem líður sem áfanga á lífsleiðinni, en hálfir og heilir áratugir þykja samt merkilegri áfangar, en einn og einn dagur sem bætist við lífsferilinn.

Samkvæmt hefðinni er ávallt grjónagrautur á borðum í Austurkoti á laugardögum, en það var að sjálfsögðu brugðið út af þeirri venju í dag og farið út að borða og í kvöld var enn haldið áfram við þá góðu iðju að borða góðan mat, því Þórunn bauð þrem vinahjónum okkar út að borða á góðum beitingastað í Albergaria.

DSC05134 Þórunn með gestum sínum í kvöld.

Engin ummæli: