06 febrúar 2008

Brúin.

Veður: 6,1°/22,1° léttskýjað. Eins og sjá má á hitatölunum í dag þá er svo að sjá að „kuldakastinu“ sem verið hefur síðustu daga sé lokið, allavega er spáð þægilegu veðri næstu daga.

Nú er svo að sjá að það sé verið að leggja lokahönd á endurbyggingu brúarinnar sem tengir okkur við umheiminn og heyrst hefur að hún verði opnuð til umferðar næsta föstudag. Þá eru liðnir tæpir fimmtán mánuðir frá því lokað var fyrir umferð um brúna vegna þess að það gróf undan einum stöpli brúarinnar vegna vatnavaxta í ánni. Allan þennan tíma hefur orðið að notast við þröngar götur hér í gegnum þorpið í stað þess að fara þjóðveginn.DSC05144

Í dag var verið að ljúka við að ganga frá handriðinu og þvo gangstéttina og það er svo að sjá að það séu síðustu handtökin við frágang áður en umferð verður hleypt á brúna.

Trén sem sjást þarna eru blómstrandi mímósur.

Engin ummæli: