Veður: 6,1°/25,5° léttskýjað.
Veðurfregnir féllu niður í gær vegna þess að við höfðum ekki nettengingu.
Vorum að skipta um netþjón og þá virkaði ekki routerinn sem við áttum með þessari nýju tengingu. Tölvumaðurinn okkar kom í gærkvöldi og leit á þetta og sá hvað að var og kom svo eftir hádegi í dag með nýjan router og þá komumst við inn á netið með það sama. Ég vona að þessi nýi netþjónn reynist betur en sá gamli, því það er búið að vera svo óstöðugt sambandið, verið að detta út af og til sem er alls ekki viðunandi, en það þýddi ekkert að kvarta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli