16 febrúar 2008

Laukur og blóm

Veður: 3,6°/21,7°skýjaslæða, sem hleypti sólinni í gegn af og til.

Þórunn fór á markaðinn í morgunn og keypti salat og laukplöntur. Eftir hádegi kom ég þessu ofan í moldina á meðan var Þórunn á fullu að vinna við blómin í garðinum.

Laukbúnt Laukbúnt með 150 laukum, en Þórunn keypti tvö slík.

Laukar Hér eru plönturnar komnar í moldina, en eftir að setja mold að þeim.

Laukbeð Laukbeðið og röð af salati meðfram því.

Sumarblóm

Svo eru blómin til að gleðja augað, ekki síður mikilvæg en matjurtirnar.DSC05177 Þessi er falleg

Engin ummæli: