Veður: - 2,6°/24° léttskýjað.
Eins og sjá má á hitatölunum frá í dag var veðrið mjög notalegt og ég notaði góða veðrið til að hjóla á meðan Þórunn brá sér í klippingu. Veðrið var svo gott að það dugði að klæðast stuttermabol og stuttbuxum, en það er í fyrsta sinn á þessu ári sem slíkt er mögulegt.
Svona sem smá sýnishorn um það sem fyrir augu bar í dag set ég mynd af krúnurökuðu linditré og mímósum í blóma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli