05 febrúar 2008

Kjötkveðjuhátíð

Veður: 9,4°/16,7° úrkoma 1 mm. Alskýjað.

Hér í landi er almennur frídagur í dag í tilefni kjötkveðjuhátíðarinnar, nokkuð mun um að fólk taki sér líka frí á mánudeginum og fái þannig langa helgi. Hér er ekki bolludagur eins og á Íslandi.

Í mörgum borgum og bæjum hér í landi er kjötkveðjudagurinn haldinn hátíðlegur með skrúðgöngum, okkur finnst nóg að sjá þetta einu sinni til tvisvar sinnum, því þetta er alltaf eitthvað svipað frá ári til árs, svo við vorum bara heima í dag, en þegar við fórum út að ganga mættum við nokkrum krökkum í grímubúningum í tilefni dagsins.

Við ætluðum að elda baunir og kjöt í tilefni dagsins, en Graca bauð okkur í mat og var með einhvern fiskrétt, svo við höfum bara okkar sprengidag seinna.

DSC05141 Krakkarnir sem við mættum á göngu okkar í dag.

Engin ummæli: