Veður: 1,5°/24,4° léttskýjað.
Það var sannarlega merkisdagur hér í dalnum í dag, því brúin á þjóðveginum sem laskaðist í flóðum í nóvemberlok 2006 var opnuð til umferðar á ný klukkan níu í morgunn, svo nú erum við laus við að fara þessar krákustíga hér í gegnum þorpið sem við höfum þurft að notast við allan þennan tíma. Um leið og viðgerð fór fram á stöplinum sem gróf undan var brúin breikkuð til muna, svo nú er akbrautin mun breiðari en áður og einnig er búið að setja gangstéttir beggja vegna á brúna, en áður var dálítið varasamt að fara fótgandandi yfir brúna, því maður varð að ganga á akbrautinni.
Næstmerkasta fréttin úr dalnum í dag er að einyrkjarnir í Austurkoti potuðu kartöflunum sínum ofan í moldina í dag, en áður var bóndinn búinn að undirbúa jarðveginn svo það var ekki annað eftir en að pota útsæðinu á sinn stað og vona að því vegni vel.
1 ummæli:
Já það má kallast þjóðlegasti siður, þetta að pota útsæðinu niður.
Það gildir greinilega líka í Portúgal. Ekki veit ég hvenær snjóa leysir á okkar ástkæra landi svo að fólk komi útsæðinu sínu í mold. Það verður alla vega nokkur bið á því.
Ég sendi góðar kveðjur í Austurkot.
Skrifa ummæli