Veður: 0,5 248/20,5 248 léttskýjað.
Í dag var þessi sérstaki Valentínusardagur, en auðvitað reynir maður að hafa alla daga Valentínusardaga og það gengur bara aðeins misjafnlega vel eins og annað í tilverunni, þessi lukkaðist bara vel. Fyrir hádegi fórum við á ferðaskrifstofu og staðfestum pöntun á ferð til Madeira dagana 3-6. Mars, þegar því verki var lokið fórum við á góðan veitingastað að borða. Á heimleiðinni var komið við í búð og fest kaup á blómi, súkkulaði, jarðarberjum og ís, en þetta eru allt bráðnauðsynlegir hlutir á svona degi.
Síðdegis fórum við svo í gróðrarstöð til að kaupa meira af sumarblómum, sem væntanlega verður potað ofan í moldina á morgunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli