Veður: -1,5°/22,2° heiðskírt.
Ég sagði frá því í gær að ég hefði lent í bardaga við illvígan her og sloppið lítið særður eftir því sem ég hélt þá, en afleiðingarnar hafa verið að koma í ljós í dag og nú er útlitið á mér orðið þannig að ég þyrfti ekki neina grímu til að fara á karneval, eða grímuball. Annað augað sokkið í bólgu og kinnin öll bólgin vinstra megin, einkennilegt hvernig bólgan fer niður eftir andlitinu og í kring um augað, því ég var bitinn ofan við gagnaugað.
Svona var útlitið síðdegis í dag.
3 ummæli:
æ ljótt að sjá! hefurðu verið stungið áður? kannski ertu bara með ofnæmi?
vona að þetta lagast fljót.
Jú ég hef áður orðið fyrir vespubiti og þá bólgnaði bara upp í kring um bitið, það voru smámnir miðað við þetta. Þetta er að bráðlagast núna.
Palli
hummm!
Not good :(
Skrifa ummæli