17 febrúar 2008

Möndlutré

Veður: 6,6°/17,5° úrkoma 2 mm. Alskýjað og rigning síðdegis.

Fórum í sunnudagsbíltúr, eins og bera ber á sunnudegi, en að þessu sinni varð ferðin lengri en gengur og gerist með slíkar ferðir, eða alls 380 km. Markmiðið með ferðinni í dag var að sjá möndlutré í blóma og það tókst, en aðal möndluræktarsvæðið er nokkuð langt inni í landi. Að sjálfsögðu var ferðin líka notuð til að skoða einn bæ á leiðinni sem við höfðum ekki komið í áður. Þessi bær státar af kastalarústum, en hann á líka eina stóra og fallega kirkju byggða úr graníti, auk nokkurra smærri kirkna byggða úr sama efni. Mikið af gömlu húsunum í bænum eru líka byggð úr tilhöggnu graníti. Sunnudagsteikina borðuðum við í þessum bæ. Nautakjöt steikt í ofni í langan tíma á portúgalska vísu, en bragðast ágætlega og þjónustan var góð á þessum stað og ekki væri sanngjarnt að kvarta undan verðinu.

Gróður á þessu svæði er mun skemmra á veg kominn en hér á láglendinu, enda liggur þetta svæði í 200-800 metra yfir sjó, svo þarna er oft mun kaldara en hér.

Mömdlutré Þau eru falleg blómin á möndlutrjánum.

Engin ummæli: