Veður: 8/27,9° léttskýjað.
Nú er sumum farið að förlast alvarlega, ég nefni engin nöfn, en það gleymdist alveg þar til í kvöld að Þórunn sá að ég er búinn að vera hér í Portúgal í 17 ár. Það er bót í máli að við reynum að gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi og dagurinn í dag var þar engin undatekning. Við fórum í morgunn hér inn með Vouga ánni á bílnum að gamalli og fallegri járnbrautarbrú sem liggur yfir ána. Járnbrautarferðum er löngu hætt þarna og nú er búið að gera flottan göngustíg þar sem járnbrautin gekk áður og á þessum stíg fórum við í góða gönguferð í morgunn.
Hér er Þórunn á göngustígnum góða
Að lokinni gönguferðinni fórum við svo á veitingastað við ána til að fá okkur að borða. Við höfum oft farið framhjá þessum stað og rætt um að það væri fróðlegt að reyna hvernig maturinn bragðast þarna. Nú vitum við það og við erum alveg sammála um að á þennan stað þurfum við ekki að fara oftar, einu sinni er alveg nóg. Það er notalegur salur þarna og svo góð aðsókn að það var með naumindum að það væri laust sæti handa okkur. Það virtist vera mikið um fastagesti þarna og heimilislegur portúgalskur matur, sem engin ástæða er til að hrópa húrra fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli