17 ágúst 2008

Smekksatriði?

Veður: 14/30,1° léttskýjað að mestu.

Í Aveiro var sérlega fallleg járnbrautarstöð skreytt með myndum gerðum úr flísum. Þarna voru myndir frá ýmsum stöðum í Aveiror og nágrenni og einnig myndir frá atvinnulífinu á þeim tíma sem stöðin var byggð. Þessi járnbrautarstöð var orðin of lítil og svaraði engan veginn kröfum tímans um öryggi og annað þvíumlíkt. Það þurfti meðal annars að ganga yfir járnbrautarlínur til að komast í suma vagnana, slíku fylgir að sjálfsögðu mikil slysahætta. Nú er búið að byggja nýja stöð sem uppfyllir allar kröfur um öryggi og er mun þægilegri í alla staði en sú gamla. Nýja stöðin er að mestu leiti neðanjarðar, nema anddyri og brautarpallar. Gamla stöðvarhúsið er enn á sínum stað og vonandi kemur einhver starfsemi í það svo því verði haldið við.Hér fyrir neðan set ég tvær myndir af gamla stöðvarhúsinu og eina mynd af anddyri nýju stöðvarinnar og svo verður fólk að eiga það við sinn smekk hvor byggingin er falllegri.

DSC00280 DSC00282 DSC00281

Engin ummæli: