Veður: 7,4/28,7° léttskýjað.
Verkefni dagsins í dag var að fara með þarfasta þjóninn okkar hér í Austurkoti í 30þús. Kílómetra skoðun. Nú á hann að geta þjónað okkur næstu 15þús. Kílómetrana, ef hann fær smávegis bensín til að næra sig, en hann er ákaflega neyslugrannur lætur sér nægja fimm lítra á hverja hundrað kílómetra. Það passaði á meðan þarfasta þjóninum var gert til góða að fá sér gönguferð í næsta verslunarkjarna sem er í þriggja kílómetra fjarlægð, tylla sér þar niður og fá sér kaffibolla og rölta svo til baka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli