08 ágúst 2008

Upprifjun

Veður: 9,8/30,9° léttskýjað.

Verkefni dagsins var að leita að stað hér norður með ströndinni í átt að Porto, ég heimsótti þennan stað seint á síðustu öld svo það var dálítið farið að fyrnast yfir með nákvæma staðsetningu á staðnum. Hinsvegar sá ég mynd af staðnum greinilega í huga mér, enda staðurinn sérstakur að mörgu leiti. Þarna er nokkuð breið sandfjara, en alveg í fjöruborðinu er klettur og á honum stendur lítil kapella. Við fórum gamla þjóðveginn meðfram ströndinni til norðurs og ég þorði ekki annað en að við héldum okkur sem næst ströndinni, því þó ég þættist nokkurn veginn muna hvar þetta væri fannst mér vissara að treysta ekki um of á minnið að þessu sinni. En staðinn fundum við og þá rifjaðist staðsetningin strax upp og myndin sem ég hafði geymt í huga mér af þessum stað var alveg rétt. Þegar ég var þarna á síðustu öld var bara gata meðfram sjónum en nú er búið að gera flotta göngugötu meðfram sjónum og þar upp af er komið mjög fallegt torg með ótal gosbrunnum.

Miramar, kapellan Kapellan í fjöruborðinu við Miramar.

DSC00170 Byggð á kletti í fjöruborðinu.

Leikur með vatn Skemmtilegir gosbrunnar.

 

 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist það aldeilis hafa borgað sig að leita þennan stað uppi aftur. Falleg Kapellan þarna við sjóinn.
Kær kveðja til ykkar og góða helgi.