Veður: 13,7/30,3° Skýjað fyrst í morgunn, léttskýjað um miðjan daginn, þykknaði upp síðdegis og kominn rigningarúði í kvöld.
Hér á bæ erum við iðin við að færa til húsgögn og breyta til innan dyra. Í eldhúsinu er lengst af búinn að vera kæliskápur með nokkuð stórum frysti og þar að auki frystiskápur, frystirinn við kæliskápinn hefur oft ekki verið í notkun. Í gær tæmdi Þórunn frystiskápinn í frystinn við kæliskápinn og okkur kom saman um að það væri mesta vitleysa að vera með svona stórann frysti, en þá var vandamálið hvað hægt væri að gera við frystiskápinn því ekki kunnum við, við að fleygja honum sí sona. Ég fór samt í fyrsta áfanga með skápinn út á verönd og svo var ætlunin að spyrja Mathild grannkonu okkar hvort hún vissi um einhvern sem vildi þiggja svona grip. Þegar svo Þórunn ámálgaði þetta við grannkonuna síðdegis var hún ekki lengi að finna samastað fyrir skápinn, sagðist hafa not fyrir hann sjálf, svo nú er skápurinn kominn yfir til hennar. Manúel sótti hundrað ára gamlar hjólbörur með járnhjóli og að öðru leiti smíðaðar úr tré, sem sé algjör forngripur en dugði vel til að flytja skápinn á milli húsa. Nú er rýmra í eldhúsinu og brauðvélin og hrærivélin komin á hillu sem var aflokuð á bak við kælana. Best að ég setji tvær myndir með þessu sem sýnir fyrir og eftir þessa breytingu.
Eftir breytinguna.
Svona leit þetta út áður fyrr.
1 ummæli:
Það hefði nú verið gaman að sjá mynd af flutningnum í hjólbörunum. En þetta kemur mjög vel út og eflaust fáið þið nú að stinga einhverju í skápinn góða ef svo ber undir. Það er alla vega ekki langt að fara.
Kær kveðja til ykkar beggja.
Skrifa ummæli