Veður: 13,4/30,1 hálfskýjað.
Eitt sinn var ég búinn að minnast á að það væri til fyrirmyndar göngu og reiðhjólastígur sem búið væri að leggja eftir gamalli og aflagðri járnbrautalínu meðfram Vougaánni. Síðast þegar ég fór þarna um var þjöppuð möl á stígnum, en þegar ég fór þarna um í dag var búið að bæta um betur og malbika stíginn, svo nú er enn léttara að hjóla eftir honum.
Það er margt sem gleður augað á þessari leið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli