Veður: 13,9/33,5° léttskýjað.
Gegnum tíðina hefur oft verið talað um konur sem veikara kynið, en ég held að þetta sé öfugmæli og sennilega tilkomið af því að við karlarnir eigum erfitt með að viðurkenna að við séum veikara og vesælla kynið. Skoðum lítið dæmi, þar sem ég varð að viðurkenna mig sem veikara kynið rétt einu sinni enn. Svo er mál með vexti að ég geng jafnan með axlatösku sem ég geimi í gleraugun mí, lítinn sjónauka og ýmislegt smádót sem ég þarf á að halda vegna minnar sjónskerðingar og þar að auki er ég jafnan með myndavél í töskunni, því maður veit aldrei fyrirfram hvenær eitthvað ber fyrir augu sem manni langar til að taka mynd af. Núna á dögunum fékk ég mér minni myndavél og nettari en ég hef átt, svo ég gat minnkað töskuna sem ég nota undir dótið mitt. Þórunn bauð mér að nota eitt af sínum veskjum sem var hæfilega stórt til þessa brúks, en mér fannst það vera grunsamlega þungt miðað við stærð, enda kom í ljós þegar ég fór að skoða það að leðrið í því var mjög þykkt og axlarólin þvengmjó, svo mér fannst sem hún gæti rist mig í sundur, en þetta veski var Þórunn búin að bera með bros á vör og fannst bara þægilegt. Í dag fórum við svo í kínverska búð og keyptum létt veski með breiðri ól, svo nú þarf ég ekki lengur að kvarta og kveina undan byrðinni sem ég ber. Hvort kynið er svo það veikara??????
Alvöru leðurveski og kínversk tuðra hlið við hlið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli