Veður: 17,3/33,1° Skýjað/léttskýjað.
Enn sjást engin merki þess á veðrinu hér að haustið sé á næstu grösum, en það er samt sitthvað sem bendir til að svo sé. Sólin er orðin löt á fætur og hallar sér fyrr á kvöldin og í dag þegar við vorum á heilsubótargöngu hér í bænum þá fann ég á einum stað ilm af gerjuðum vínberjum, en sá ilmur eykst eftir því sem líður á haustið og nær hámarki í lok september.
1 ummæli:
Ég var að hugsa, þegar ég sá fyrirsögnina um að haustið nálgaðist og sá síðan hitatöluna 33gráður, hvort nú væri Palli orðinn svona vanþakklátur. En síðan kom skýringin á þessari tilfinningu þinni. Mér finnst líka fyrsta merki um haustið vera einhver sérstakur - ég kýs að kalla það ilm, sem éf finn þegar ég kem út, sérstaklega fyrst á morgnanna. Líklega er það nú bara af sölnuðu grasi því ekki er vínberjum eða öðru til að dreifa hjá okur.
Ég sendi kærar kveðjur í hlýjuna til ykkar.
Skrifa ummæli