24 maí 2007

Haglél

Veður: 11,7°/27,7° skýjað úrkoma 8mm.
Við fórum til aveiro síðdegis, sem ekki er í frásögur færandi nema fyrir veðrið sem við lentum í á heimleiðinni. Meðan við vorum í Aveiro varð himininn dekkri og dekkri og fór að sjást mikill ljósagangur, svo við þóttumst vita að það væri stutt í ærlega rigningu, en það var eiginlega rúmlega það, því það gerði þvílikt hagl og slyddu að við gátum ekki talað saman inni í bílnum þegar mest gekk á fyrir hávaðanum þegar haglið lenti á þaki bílsins.
Margir bílstjórar stöðvuðu bíla sína úti á kant á meðan versta veðrið gekk yfir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við vorum að sjá í fréttunum að það væru stórflóð vegna rigninga á vestur Spáni svo ég mátti til með að athuga hvernig væri hjá ykkur. Bloggið þitt kemur því ekki á óvart. Hér heima er mjög kalt og stíf norðanátt en á víst að ganga niður um helgina.
Haukur biður kærlega að heilsa og við sendum ykkur Þórunni kærar kveðjur og óskum ykkur góðrar Hvítasunnu.

Páll E Jónsson sagði...

Takk fyrir kveðjuna Ragna. Þessi úrkoma hér á skaganum var mjög misjöfn eftir svæðum í okkar dal var ekki mikil úrkoma, þó það væri alveg skýfall skammt héðan. Kærar kveðjur til þín og hauks héðan frá okkur í Austurkoti með óskum um notalega helgi.Palli