12 janúar 2008

Hvít jörð.

Veður:2,4°/15,9° Þokuloft í morgunsárið, en síðan að mestu léttskýjað.

Þórunn fór á markaðinn í morgun og keypti kálplöntur sem nú eru komnar með lögheimili hér í Austurkoti. Grasflötin fékk líka sinn fyrsta áburðarskammt á þessu ári, svo hún hefur enga afsökun fyrir að vera ekki með dökkgrænt og fallegt gras til augnayndis.

DSC05043 Það getur verið hvít jörð hér í Portúgal, þó ekki snjói. Eins og sjá má er alhvít jörð undir camomilutrénu af blómum sem fallið hafa af því.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar ég leit fyrst á hitastigið og síðan á myndina þá var ég viss um að nú hefði snjóað. Það virðist vera kalt hjá ykkur núna, alla vega á morgnanna. En mikið er gott að vita að þið hafið það hlýtt og gott inni.
Kær kveðja frá okkur í snjófölinni í Sóltúninu.

lorýa sagði...

ég héld nákvæmlega það sama og ragna, að það hefði snjóað hjá ykkur...

Páll E Jónsson sagði...

Það er einn af mörgum góðum kostum við að búa hér að það snjóar aldrei hér á láglendinu.
Palli