Veður: 2,1°/13,7° úrkoma 4 mm. Þoka fyrst í morgun, en sólin var búin að leysa upp þokuna um tíuleitið og eftir það var að mestu léttskýjað.
Þá má eiginlega segja að vorstörfin séu hafin hjá einyrkjunum í Austurkoti. Ég mannaði mig upp eftir hádegi og fór í bændaleik, byrjaði á að týna upp nokkrar fötur af appelsínum, það er hreint ótrúlegt hvað mikið getur hrunið af þessum trjám. Þar næst tók ég til við að tæta upp skika til að sá í bóndabaunum og planta í kálplöntum þegar búið er að fara á markaðinn og kaupa þær. Bóndabaunir áttum við og nú er búið að sá þeim.
Myndin hér fyrir neðan er af spildunni sem ég tætti í dag, ég setti ekki þessar appelsínur til að skreyta spilduna, þær slæddust bara með safnhaugamoldinni og þær mega alveg eins rotna þarna og hvar annars staðar.
2 ummæli:
gleðilegt nýtt ár til ykkur bændur í kotinu ;) gaman að sjá að vorverkin eru byrjuð. ætli við byrjum ekki bara líka bráðum en ekki í þessum stíl heldur bara með að mála húsið og taka til í garðinum. villtu láta vita á blogginu þegar og ef þórunn skiptir um bloggfang. ég bara kemst ekki inn á síðuna hennar hérna frá spáni:(
kveðja lorýa
Sæl Lorýa og gleðilegt ár.
Hefur þú reynt að fara inn á síðuna hennar Þórunnar með því að smella á Austurkot á minni síðu?
Þórunn ætlar að hafa samband við þig þegar þú ert komin til Spánar.
Kveðja
Palli
Skrifa ummæli