15 apríl 2008

Altaf eitthvað jákvætt.

Veður: 3,7°/26° svolítil þokumóða í lofti, svo sólin náði ekki fullum stirk.

Ég var í bóndaleik í dag, aðallega í hreinsa arfa úr kartöflubeðinu og verð ég barma mér eins og sönnum bónda sæmir og ekki ástæðulausu, því það hefur drepist um þriðjungur af kartöflugrösunum í næturfrostunum í marsmánuði. Það kemur sér vel eiga ekki lífsafkomu sína undir kartöfluuppskerunni þetta árið, en þetta sýnir ræktun er dálítið happadrætti. en á móti kemur kálið er mjög fallegt og sama er segja um bóndabaunirnar, það lítur vel út með uppskeru á þeim.

003

Það er ekki matarlaus bær á meðan þetta kál er óborðað.

006

Þetta verkfæri er alveg ómissandi í garðræktinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Palli minn það er ekki sopið kálið fyrr en í ausuna er komið. En þú þarft nú ekki að hafa áhyggjur af kálinu þínu sem er svona líka frísklegt og fínt. Það er hinsvegar sorglegt að kartöflugrösin skuli ekki hafa staðið af sér frostnæturnar.
Kær kveðja úr Salahverfinun þar sem kálið fæst bara í Nettó.

Nafnlaus sagði...

Þetta átti auðvitað að vera þó í ausuna sé komið.
R