07 apríl 2008

Símalínuþjófar.

Veður: 8,9°/19,7 úrkoma 16 mm.

6. apríl

Veður: 6,3°/31,3° léttskýjað.

Ég kom ekki frá mér veðurathugun á sunnudag vegna þess að það var engin nettenging hér frá því á laugardagskvöld og fram að kaffi í dag og ástæðan var að símalínum sem liggja hér niður í dalinn var stolið í skjóli myrkurs á laugardagskvöldið. Þetta er í annað sinn sem slíkt gerist, sennilega tvö ár síðan þetta var gert síðast. Nú eins og venjulega kann maður því illa að hafa ekki nettengingu, þó ekkert sérstakt sé verið að gera á netinu, bara svona að dingla sér, eins og krakkarnir segja.

Í dag lauk vikulöngu sýnishorni að góðu sumarveðri hér með rigningu og svalara lofti, þó ekki sé hægt að kvarta um kulda. Það var kærkomið að fá vætu fyrir gróðurinn eftir þennan mikla hita síðustu daaga.

DSC05607 Af því ég var að skrifa um gott veður finnst mér við hæfi að láta þessa mynd af falllegu blómabeði sem ég ´sá í morgunn á göngu um Albergaria fylgja með þessum pistli.

Engin ummæli: