22 apríl 2008

Sagað ofan af tré.

Veður: 8,9°/19° úrkoma 2mm. Þurrt veður til hádegis en eftir það rigningarsúld.

Það er eitt tré í garðinum hjá okkur sem er svo óheppið að vera staðsett þannig að það truflar geislann sem sjónvarpsdiskurinn á að nema þegar tréð er komið yfir ákveðna hæð. Ég er einu sinni búinn að príla upp í þetta tré og lækka það um fimm metra, en það er svo duglegt að vaxa þetta tré að það var búið að ná aftur sömu hæð og fyrr, svo í dag réðist ég til atlögu við tréð á ný. Tréð botnar örugglega ekkert í því hvers vegna það má ekki vaxa eins og því listir, því nóg er plássið fyrir ofan það og það með eindæmum duglegt að vaxa. Í fyrra sinnið sagaði ég ofan af stofninum sem var þá um 20 cm sver þar sem ég sagaði hann, en nú höfðu vaxið greinar út úr stofninum rétt neðan við þar sem ég sagaði hann og þær voru búnar að vaxa um fimm metra. Ég skildi tvær greinar eftir núna, vona að geislinn finni leið framhjá þeim. Etta tré fellir laufið á vorin og er því lauflítið núna og þess vegna valdi ég þennan tíma til að ráðast á það.

2008-04-22 Tré 003

Þarna sést tréð gnæfa yfir pálmana áður en ráðist var að því.

2008-04-22 Tré 004 Þarna sjást greinarnar tvær sem fengu að standa áfram.

2008-04-22 Tré 007

Svona voru greinarnar orðnar sverar niður við stofninn.

Engin ummæli: