17 apríl 2008

Fyrsta rósin í vor.

Veður: 10,1°/15,5° úrkoma 50 mm. Búið að rigna uppstyttulítið í dag.

Ég var svolítið hissa á því hvað mér hefði farið fram í ritvinnslunni, því venjulega er ég að slá inn ranga stafi í orð og jafnvel skrifa orð rangt, en í nokkra daga brá svo við að Púkinn sem ég er með sem leiðréttingaforrit gerði engar athugasemdir við það sem ég skrifaði, en því miður var það ekki af því að mér hefði farið svona mikið fram í vélritun. Nei ástæðan var sú að ég gleymdi að setja forritið upp í tölvuna eftir að við hreinsuðum allt út úr henni. Nú er ég búinn að setja púkann upp að nýju og hann er alveg jafn púkalegur við mig og áður, er sífellt með einhverjar undirstrikanir til að hrella mig.

Ég minntist á það fyrir nokkrum dögum að nú færi að styttast í að rósirnar opnuðu blóm sín og þá var ég að reikna með að það yrði í maíbyrjun, en í ár þurfti ekki að bíða svo lengi, því í gær færði Þórunn mér fyrstu rósina úr garðinum okkar. Ég tók mynd af þessari rós hér úti í glugga með garðinn í baksýn og læt þá mynd fylgja með þessum skrifum.

004

Engin ummæli: