25 apríl 2008

Fljúga hvítu fiðrildin....

Veður: 8,7°/35,1° léttskýjað.

Það var almennur frídagur hér í landi í dag til að minnast þess að lýðræði komst á eftir einræði Salasars.

Það var gott veður hér í dag, svo við fórum snemma út að vinna í garðinum áður en það yrði of heitt. Þórunn var að vinna við blómin, en ég var að klippa hekkin og er ekki búinn að klippa nema helminginn, ætli ég taki ekki seinni hlutann á morgunn, það þarf víst ekki að segja ef veður leyfir. Húfa stuttarar og skór hæfðu hitastiginu í dag.

Nú eru fiðrildin farin að flögra milli blómanna í garðinum.

Engin ummæli: