Veður: 10,2°/21,8° örfáir regndropar í morgunn, en nokkuð bjart síðdegis.
Enn erum við að hagræða hér í tölvu og sjónvarpsherberginu. Nú hafði skrifborðið hennar Þórunnar vistaskipti við sjónvarpið og þessi breyting hefur þann kost að birta frá glugganum speglast ekki í sjónvarpsskjánum. Ég notaði tækifærið fyrst farið var að hreifa til húsgögn að fara með það sem eftir var af vínilplötum hér niðri í geymslu upp á háaloft. Það hefur ekki verið sett plata á fóninn í nokkur ár, svo það hlýtur að vera í lagi að geyma þær aðeins afsíðis. Það tók mörg ár að safna að sér þessum plötum, maður leyfði sér að kaupa eina og eina plötu svona af og til. Semsagt tímarnir og tæknin breytast, nú eru diskar teknir við af plötunum og eru óneitanlega þægilegri í meðförum og svo er líka mjög mikið og gott framboð af góðri tónlist bæði í sjónvarpi og útvarpi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli