Veður: 11,4°/33,6° heiðskírt.
Notuðum góða veðrið í dag til að fara niður að strönd og fá okkur góðan göngutúr þar. Fólk er aðeins byrjað að máta sig við sól, sjó og sand, það eru nokkrir farnir að stunda sjó og sólböð nú þegar, enda lofthitinn eins og best verður á sumrin svo það er ekki eftir neinu að bíða.
Þórunn á göngubraut í fjörukambinum.
Sandurinn er á góðri leið með að kaffæra þessa girðingu efst í fjörunni á Barra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli