21 apríl 2008

Aukin þægindi.

Veður : 9°/20,4° úrkoma 7 mm. Að mestu þurrt í dag og sólin fékk að sýna sig talsvert síðdegis, enda búin að vera í góðu fríi undanfarna daga, svo hún ætti að geta farið að mæta til starfa á ný, en mér skilst að hún hafi boðað forföll á morgunn.

Ég er nokkuð lengi búinn að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að gera eitthvað fyrir „músarhindina“ og þá á ég við hendina sem ég stjórna tölvumúsinni með. Mér finnst þægilegra að hafa borðplötu sem handleggurinn getur hvílt á í stað þess að láta úlnliðinn hvíla á borðbrúninni. Í dag fórum við í byggingavöruverslun og keyptum hornhillu og tvær lamir og þetta er ég búinn að festa á skrifborðið mitt. Það er hægt hvort sem vill að leggja þessa framlengingu upp á borðið, eða taka hana alveg í burtu þegar ekki er verið að nota hana. Mér finnst þetta mun þægilegra svona. Til skíringar læt ég fylgja með mynd af þessari stórframkvæmd.003

Engin ummæli: