Veður: 2,8°/20° að mestu skýjað og örfáir regndropar um kaffileitið. Það er helst af veðri að frétta undanfarna daga að það er búið að vera frekar svalt og úrkomusamt og einn sólarhringinn var úrkoman 85 mm.
Ég hef trassað að skrifa undanfarna daga vegna þess að ég var að setja upp nýtt stýrikerfi á tölvuna, eða réttara er að segja að Þórunn setti inn stýrikerfið, með aðstoð og hvatningu frá vini okkar á Spáni. Ég hélt að þetta væri mjög flókið ferli að hreinsa allt út af harða diskinum og setja inn nýtt stýrikerfi, en það hafðist með g´´oðra manna hjálp. Það má líkja þessu við að flytja í nýja íbúð, fyrst þarf að pakka öllu niður og nú er ég smátt og smátt að tína upp úr kössum á ný og raða því snyrtilega upp aftur.
1 ummæli:
Sæl og blessuð bæði tvö
Nú er ég stödd hjá Þór og Áslaugu á leið heim búin að vera í Reykjavík í viku. Ég fór í endurkomu til læknisins sem gerði aðgerðina á hnéinu og allt gengur vel. Fór í þrjár fermingarveislur núna. Um miðjan maí fer ég með´Þór og Áslaugu til Svíþjóðar í hálfan mánuð. Nú snjóar hér og ég er að fara heim í dag. Helga og Stefán ætla að keyra mig heim.
Bestu kveðjur
Sigurlaug
P.s Falleg blóm hjá ykkur
Skrifa ummæli