31 júlí 2007
Veður
Veður: 13,2°/29,7° þoka í morgunn og meira að segja örlítill úði um tíma, en orðið léttskýjað um hádegi. Vorum að vinna svolítið í garðinum og við að mála gluggahlera.
30 júlí 2007
Sigling
Veður:13,5°/42,8° Léttskýjað.Þetta er meðaltalshiti fyrir tvo sólarhringa, því ég var ekki heima til að lesa af mælinum.
Við erum búin að vera á ferðalagi síðustu tvo daga, bæði í rútu og siglingu niður eftir Duro ánni. Vonandi kem ég í verk að segja betur frá þessari ferð síðar. L´t hylgja með eina mynd frá siglingunni.
Við erum búin að vera á ferðalagi síðustu tvo daga, bæði í rútu og siglingu niður eftir Duro ánni. Vonandi kem ég í verk að segja betur frá þessari ferð síðar. L´t hylgja með eina mynd frá siglingunni.
28 júlí 2007
Porto
Veður: 10,5°/36,9° léttskýjað. Eins og sjá má á hitatölunum er nú loks kominn eðlilegur sumarhiti þ.e.a.s. hámarkshitinn en lágmarkshitinn er enn neðan við það sem eðlilegt má teljast.
Í dag fórum við með portúgölskum hjónum sem eitt sinn bjuggu í Portó, svo þau þekkja borgina mjög vel og það var mjög fróðlegt að ganga um miðborgina með þeim. Skrifa betur um þessa ferð síðar.
Læt fylgja með mynd sem tekin var á siglingu á Duro ánni.
Í dag fórum við með portúgölskum hjónum sem eitt sinn bjuggu í Portó, svo þau þekkja borgina mjög vel og það var mjög fróðlegt að ganga um miðborgina með þeim. Skrifa betur um þessa ferð síðar.
Læt fylgja með mynd sem tekin var á siglingu á Duro ánni.
27 júlí 2007
26 júlí 2007
Nú er horfið.....
Veður: 10,8°/30,2° léttskýjað.
Nú er horfið norðurland nú á ég hvergi heima, þessi orð komu upp í huga mér í gær í boðinu hjá hjónunum sem við eru með í leikfimi. Þau hjón eru bæði úr sama þorpinu hér í norðaustur Portúgal en fluttu þaðan fyrir 36 árum og settust þá að þar sem þau búa nú. Að þeirra sögn er betra mannlíf þarna norður frá sem kallað er að fjallabaki, fólkið vingjarnlegra og einlægara en hér í grennd. Maturinn þarna er líka betri, í gær voru þau með það sem kallað er precunto, sem er hrátt þurrkað og mjög þunnt sneitt svínakjöt. Þau voru með þetta eins og það er verkað hér og líka eins og það er verkað í þeirra fæðingarsveit og auðvitað var það kjöt sem var úr fæðingarsveitinni mun bragðbetra að þeirra sögn. Ég get viðurkennt að það var bragðmunur á þessu, en hvort var betra eða verra er svo önnur saga. Þau voru líka með ost að heiman sem á sér engan líkan að þeirra sögn, en mínir bragðlaukar eru ekki á sama máli. Ólífuolían er heldur ekki nothæf nema úr heimasveitinni.
Húsið sem þau eiga er í dæmigerðu litlu sveitaþorpi. Húsið er mjög gamalt en þau eru búin að gera það allt upp, svo það lítur vel út þó það sé ekki mjög þægilegt til íbúðar. Það sem var víngerð í kjallaranum þegar þau fengu húsið er nú borðstofa, en eldhúsið á hæðinni fyrir ofan, ekki mjög þægilegt en þessi borðstofa er ekki notuð nema þegar margt fólk er í mat. Við vorum samt látin borða þarna í gær, en það hefði verið mun notalegra að fá að borða í eldhúsinu, því það er rúmgott. Það er ekki innangengt úr íbúðarhúsinu inn í stofuna, það verður að fara út á veröndina við húsið til að komast í stofuna, kemur sér að hér er ekki snjór og frost.
Bak við húsið eiga þau talsvert land, þar sem þau eru með skepnur, þau eru með margar kanínur, nokkur hænsni og svín. Á landinu rækta þau það fóður sem þarf í þessa gripi. Þau framleiða kjöt til að selja.
Hann sagðist hafa unnið í pappírsverksmiðju sem er þarna skammt frá í tíu eða tólf ár þegar ég spurði hann við hvað hann hefði unnið, frúin var fljót að leiðrétta manninn og sagði að árin sem hann vann þar hefðu bara verið fjögur. Hann sagði líka að sonur þeirra sem enn býr á hótel Mömmu og var þarna væri 32 ára, en sonur innsagðist vera 35. Sonurinn hjálpaði Mömmu sinni við að bera ýmislegt upp og niður stigana, sem kom sér vel fyrir hana, því hún er nokkuð mikið feit svo stigaganga er ekki það besta sem hún lendir í, hinsvegar lét bóndinn alveg eiga sig að snúast í kring um kellu sína.
Hér fyrir neðan er mynd af frúnni við ´tigrillið
Nú er horfið norðurland nú á ég hvergi heima, þessi orð komu upp í huga mér í gær í boðinu hjá hjónunum sem við eru með í leikfimi. Þau hjón eru bæði úr sama þorpinu hér í norðaustur Portúgal en fluttu þaðan fyrir 36 árum og settust þá að þar sem þau búa nú. Að þeirra sögn er betra mannlíf þarna norður frá sem kallað er að fjallabaki, fólkið vingjarnlegra og einlægara en hér í grennd. Maturinn þarna er líka betri, í gær voru þau með það sem kallað er precunto, sem er hrátt þurrkað og mjög þunnt sneitt svínakjöt. Þau voru með þetta eins og það er verkað hér og líka eins og það er verkað í þeirra fæðingarsveit og auðvitað var það kjöt sem var úr fæðingarsveitinni mun bragðbetra að þeirra sögn. Ég get viðurkennt að það var bragðmunur á þessu, en hvort var betra eða verra er svo önnur saga. Þau voru líka með ost að heiman sem á sér engan líkan að þeirra sögn, en mínir bragðlaukar eru ekki á sama máli. Ólífuolían er heldur ekki nothæf nema úr heimasveitinni.
Húsið sem þau eiga er í dæmigerðu litlu sveitaþorpi. Húsið er mjög gamalt en þau eru búin að gera það allt upp, svo það lítur vel út þó það sé ekki mjög þægilegt til íbúðar. Það sem var víngerð í kjallaranum þegar þau fengu húsið er nú borðstofa, en eldhúsið á hæðinni fyrir ofan, ekki mjög þægilegt en þessi borðstofa er ekki notuð nema þegar margt fólk er í mat. Við vorum samt látin borða þarna í gær, en það hefði verið mun notalegra að fá að borða í eldhúsinu, því það er rúmgott. Það er ekki innangengt úr íbúðarhúsinu inn í stofuna, það verður að fara út á veröndina við húsið til að komast í stofuna, kemur sér að hér er ekki snjór og frost.
Bak við húsið eiga þau talsvert land, þar sem þau eru með skepnur, þau eru með margar kanínur, nokkur hænsni og svín. Á landinu rækta þau það fóður sem þarf í þessa gripi. Þau framleiða kjöt til að selja.
Hann sagðist hafa unnið í pappírsverksmiðju sem er þarna skammt frá í tíu eða tólf ár þegar ég spurði hann við hvað hann hefði unnið, frúin var fljót að leiðrétta manninn og sagði að árin sem hann vann þar hefðu bara verið fjögur. Hann sagði líka að sonur þeirra sem enn býr á hótel Mömmu og var þarna væri 32 ára, en sonur innsagðist vera 35. Sonurinn hjálpaði Mömmu sinni við að bera ýmislegt upp og niður stigana, sem kom sér vel fyrir hana, því hún er nokkuð mikið feit svo stigaganga er ekki það besta sem hún lendir í, hinsvegar lét bóndinn alveg eiga sig að snúast í kring um kellu sína.
Hér fyrir neðan er mynd af frúnni við ´tigrillið
25 júlí 2007
Heimboð
Veður: 11,9°/29,9° þoka í morgunn, en orðið léttskýjað um hádegi´
Í kvöld vorum við boðin í mat til hjóna sem eru með okkur í leikfimi. Geri þeirri heimsókn betri skil á morgunn.
Í kvöld vorum við boðin í mat til hjóna sem eru með okkur í leikfimi. Geri þeirri heimsókn betri skil á morgunn.
24 júlí 2007
Appelsínur
Veður: 8,8°/29,3° heiðskírt.
Það eru tvö appelsínutré hér í Austurkoti og það er mjög misjafnt milli ára hversu mikinn ávöxt þau bera, en í ár er það meira en þau ráða við svo ég hef verið að tína talsvert af ávöxtunum af þeim á meðan þeir eru smáir. Þetta er gert bæði til þess að greinarnar brotni ekki af trénu þegar appelsínurnar eru orðnar stórar og eins er þetta gert til að fá stærri og betri appelsínur. Appelsínutrén blómgast í maímánuði og um áramót eru þær orðnar fullþroskaðar. Þær geymast svo á trénu fram á sumar, í síðustu viku borðaði ég appelsínu sem var góð, en nú er ekki meira að hafa fyrr en um jól.
Appelsínutréð
Appelsínurnar eins og þær líta út núna, þegar enn eru nær fimm mánuðir í að þær séu fullþroskaðar.
Það eru tvö appelsínutré hér í Austurkoti og það er mjög misjafnt milli ára hversu mikinn ávöxt þau bera, en í ár er það meira en þau ráða við svo ég hef verið að tína talsvert af ávöxtunum af þeim á meðan þeir eru smáir. Þetta er gert bæði til þess að greinarnar brotni ekki af trénu þegar appelsínurnar eru orðnar stórar og eins er þetta gert til að fá stærri og betri appelsínur. Appelsínutrén blómgast í maímánuði og um áramót eru þær orðnar fullþroskaðar. Þær geymast svo á trénu fram á sumar, í síðustu viku borðaði ég appelsínu sem var góð, en nú er ekki meira að hafa fyrr en um jól.
Appelsínutréð
Appelsínurnar eins og þær líta út núna, þegar enn eru nær fimm mánuðir í að þær séu fullþroskaðar.
23 júlí 2007
veður
Veður: 16,3°/27,8° úrkoma 22 mm. Byrjaði að rigna um klukkan tíu í gærkvöldi og hefur rignt eitthvað fram eftir nóttu, það kemur sér vel að fá þessa vætu fyrir gróðurinn. Í dag var að mestu léttskýjað og í kvöld er orðið heiðskírt.
22 júlí 2007
veður
Veður: 6,6°/28,9° léttskýjað fram eftir degi, en þikknaðu upp með kvöldinu og nú lítur jafnvel út fyrir að það rigni í nótt.
21 júlí 2007
20 júlí 2007
Gott ferðalag
Veður: 7°/28,3° léttskýjað.
Í gærdag vorum við á ferðalagi með leikfimihópnum okkar alls 42 manns. Það var farið í tveim littlum rútum og við vorum í þeirri sem lagði síðar af stað, en á hraðbrautinni á leiðinni tók okkar maður fram úr hinni rútunni við mikil fagnaðarlæti farþega sinna, þó þeir séu allir komnir af léttasta skeiði. Ferðinni var heitið til að skoða garð í nágrenni Porto. Þetta er stór garður með merktum plöntum og trjám, en einnig er í garðinum ýmsar dýrategundir, þó mest fuglar. Það er malbikaður göngustígur sem farið er eftir og hann er nær þriggja kílómetra langur. Það tók um tvo tíma að fara þessa leið því það eru svo margir staðir sem þarf að stoppa á til að skoða dýrin. Það er reynt að hafa þau í sem eðlilegustu umhverfi.
Þegar gönguferðinni var lokið var komið hádegi og nær allir höfðu tekið nesti með sér, en við keyptum okkur mat á veitingastað sem er þarna á svæðinu. Þarna er líka mjög góð aðstaða fyrir fólk til að borða nestið sitt. Við fórum þangað þegar við vorum búin að borða og þá vildu allir troða í okkur meiri mat, það er venja hér í svona ferðum að vera með allt of mikinn mat og reyna að fá aðra til að bragða á góðgætinu sem verið er með. Að sjálfsögðu gengu bílstjórarnir á milli góðbúanna, svo þeir fengu örugglega magafylli.
Við Þórunn vorum að taka myndir í ferðinni, enda þau einu sem voru með myndavélar. Fólki hér finnst svo varið í að það séu teknar af því myndir. Það eru hjón með okkur í leikfimini sem við nefnum okkar á milli littlu Gunnu og littla Jón, því þau eru svo lág í loftinu. Littli Jón er alltaf kátur og hress og hrifir sig líkt og Chaplin gerði í sýnum myndum. Ég smellti mynd af karli þar sem hann var að vappa um, þá kom hann og bað mig um að taka mynd ad sér við hlið Gunnu sinnar, sem, ég gerði að sjálfsögðu. Ég prentaði myndina svo út og færði honum í morgunn,en þá var síðasti leikfimitími fyrir sumarfrí, það var ekki lítið sem minn maður var kátur að fá þessa mynd og mikið þakkaði hann vel fyrir þetta lítilræði.
Næsti áfangi í ferðinni var svo að skoða víngerðarhús á bökkum Duro árinnar, en þar er hið fræga portvín framleitt. Hópurinn fékk leiðsögn um víngerðina. Það er mjög fróðlegt að sjá þessar risastóru ámur sem vínið er geymt í og tunnur og flöskur í ótölulegum fjölda. Að lokum var fólki boðið að bragða á veiguunum og kaupa sér vín, ef það vildi. Þetta var mjög ánægjulegt og fróðlegt ferðalag.
Hér fyrir neðan er mynd af einu matarborðinu, þar sem verið er að reyna að troða mat í fólk. Þarna bara mátti ég til að bragða á osti frá æskuslóðum einnar húsmóðurinnar.
Í gærdag vorum við á ferðalagi með leikfimihópnum okkar alls 42 manns. Það var farið í tveim littlum rútum og við vorum í þeirri sem lagði síðar af stað, en á hraðbrautinni á leiðinni tók okkar maður fram úr hinni rútunni við mikil fagnaðarlæti farþega sinna, þó þeir séu allir komnir af léttasta skeiði. Ferðinni var heitið til að skoða garð í nágrenni Porto. Þetta er stór garður með merktum plöntum og trjám, en einnig er í garðinum ýmsar dýrategundir, þó mest fuglar. Það er malbikaður göngustígur sem farið er eftir og hann er nær þriggja kílómetra langur. Það tók um tvo tíma að fara þessa leið því það eru svo margir staðir sem þarf að stoppa á til að skoða dýrin. Það er reynt að hafa þau í sem eðlilegustu umhverfi.
Þegar gönguferðinni var lokið var komið hádegi og nær allir höfðu tekið nesti með sér, en við keyptum okkur mat á veitingastað sem er þarna á svæðinu. Þarna er líka mjög góð aðstaða fyrir fólk til að borða nestið sitt. Við fórum þangað þegar við vorum búin að borða og þá vildu allir troða í okkur meiri mat, það er venja hér í svona ferðum að vera með allt of mikinn mat og reyna að fá aðra til að bragða á góðgætinu sem verið er með. Að sjálfsögðu gengu bílstjórarnir á milli góðbúanna, svo þeir fengu örugglega magafylli.
Við Þórunn vorum að taka myndir í ferðinni, enda þau einu sem voru með myndavélar. Fólki hér finnst svo varið í að það séu teknar af því myndir. Það eru hjón með okkur í leikfimini sem við nefnum okkar á milli littlu Gunnu og littla Jón, því þau eru svo lág í loftinu. Littli Jón er alltaf kátur og hress og hrifir sig líkt og Chaplin gerði í sýnum myndum. Ég smellti mynd af karli þar sem hann var að vappa um, þá kom hann og bað mig um að taka mynd ad sér við hlið Gunnu sinnar, sem, ég gerði að sjálfsögðu. Ég prentaði myndina svo út og færði honum í morgunn,en þá var síðasti leikfimitími fyrir sumarfrí, það var ekki lítið sem minn maður var kátur að fá þessa mynd og mikið þakkaði hann vel fyrir þetta lítilræði.
Næsti áfangi í ferðinni var svo að skoða víngerðarhús á bökkum Duro árinnar, en þar er hið fræga portvín framleitt. Hópurinn fékk leiðsögn um víngerðina. Það er mjög fróðlegt að sjá þessar risastóru ámur sem vínið er geymt í og tunnur og flöskur í ótölulegum fjölda. Að lokum var fólki boðið að bragða á veiguunum og kaupa sér vín, ef það vildi. Þetta var mjög ánægjulegt og fróðlegt ferðalag.
Hér fyrir neðan er mynd af einu matarborðinu, þar sem verið er að reyna að troða mat í fólk. Þarna bara mátti ég til að bragða á osti frá æskuslóðum einnar húsmóðurinnar.
19 júlí 2007
18 júlí 2007
17 júlí 2007
Matur-ferðalag.
Veður: 9,1°/27,6°.Þetta er veðurathugun fyrir tvo daga. Í gærmorgunn var rigning annann daginn í röð sem er óvenjulegt í júlímánuði, í dag hefur verið að mestu léttskýjað.
Við lögðum upp í ferðalag í gærmorgunn þrátt fyrir smávegis rigningu, en það stytti upp þegar leið á daginn svo við vorum bara ánægð með að fá rigningu vegna gróðursins. Við byrjuðum á að heilsa upp á Grösu og fjölskyldu þar sem hún er á tjaldstæði með hjólhýsið sitt og bróðir hennar er þar líka með sitt hjólhýsi og auðvitað eru þau þarna ásamt sínum fjölskyldum Grasa var í góðu skapi þrátt fyrir rigninguna, en hún segir að það bregðist varla að ef hún fari í frí þá komi rigning. Við vorum boðin í mat þarna í hjólhýsunum, en þau voru að byrja að elda fisk þegar við komum og það var ekki við annað komandi en við borðuðum með þeim. Þetta var dæmigerð portúgölsk máltíð sagði Grassa okkur. Þau höfðu keypt nýjan smáfisk af fisksala niður í fjöru daginn áður. Fiskurinn var soðinn og síðan beinhreinsaður og að því búnu var hellt yfir hann ólífuolíu og ediki. með þessu voru borðaðar soðnar kartöflur og strengjabaunir ásamt brauði, ekki flókið en bragðaðist vel. Grassa sagði að svona matreiðslu væru þau systkinin vön frá því þau myndu eftir sér. Soðinn fiskur einu sinni á dag ásamt kartöflum og mismunandi grænmeti. Aðal magafyllin var í kartöflunum því fiskurinn var mjög naumt skammtaður alveg eins og í gær. Þau höfðu keypt 7 littla fiska handa sjö manns. Grassa og bróðir hennar sugu beinin úr hausunum, en það er eitthvað sem þau eru vön að gera frá unga aldri. Þetta var sem sagt fróðleg stund um portúgalskar matarvenjur.
Eftir dvölina með grösu og fjölskyldum héldum við áfram ferðinni á okkar áfangastað sem var bær að nafni Caldas da rainha, eða böð drottningarinnar. Þarna er heitt vatn í jörrðu og meira að segja er af því ósvikin hveralykt. Gigtveik drottning Portúgals sem átti leið þarna um á fimmtándu öld frétta að því að fólki með ýmsa kvilla batnaði þeir í þessum böðum svo hún fór í þessi böð og fékka bót meina sinna svo hún seldi eitthvað af skartgripum sínum og lét reisa þarna heilsuhæli og enn þann dag er starfandi þarna nokkuð stór baðstaður. Það er líka mjög fallegur og vel hirtur garður í þessum bæ. Við vorum á rölti um bæinn í fjóra tíma í gær og fengum okkur gönguferð um gamla bæjarhlutann aftur í morgunn áður en við lögðum á stað heim.
Við lögðum upp í ferðalag í gærmorgunn þrátt fyrir smávegis rigningu, en það stytti upp þegar leið á daginn svo við vorum bara ánægð með að fá rigningu vegna gróðursins. Við byrjuðum á að heilsa upp á Grösu og fjölskyldu þar sem hún er á tjaldstæði með hjólhýsið sitt og bróðir hennar er þar líka með sitt hjólhýsi og auðvitað eru þau þarna ásamt sínum fjölskyldum Grasa var í góðu skapi þrátt fyrir rigninguna, en hún segir að það bregðist varla að ef hún fari í frí þá komi rigning. Við vorum boðin í mat þarna í hjólhýsunum, en þau voru að byrja að elda fisk þegar við komum og það var ekki við annað komandi en við borðuðum með þeim. Þetta var dæmigerð portúgölsk máltíð sagði Grassa okkur. Þau höfðu keypt nýjan smáfisk af fisksala niður í fjöru daginn áður. Fiskurinn var soðinn og síðan beinhreinsaður og að því búnu var hellt yfir hann ólífuolíu og ediki. með þessu voru borðaðar soðnar kartöflur og strengjabaunir ásamt brauði, ekki flókið en bragðaðist vel. Grassa sagði að svona matreiðslu væru þau systkinin vön frá því þau myndu eftir sér. Soðinn fiskur einu sinni á dag ásamt kartöflum og mismunandi grænmeti. Aðal magafyllin var í kartöflunum því fiskurinn var mjög naumt skammtaður alveg eins og í gær. Þau höfðu keypt 7 littla fiska handa sjö manns. Grassa og bróðir hennar sugu beinin úr hausunum, en það er eitthvað sem þau eru vön að gera frá unga aldri. Þetta var sem sagt fróðleg stund um portúgalskar matarvenjur.
Eftir dvölina með grösu og fjölskyldum héldum við áfram ferðinni á okkar áfangastað sem var bær að nafni Caldas da rainha, eða böð drottningarinnar. Þarna er heitt vatn í jörrðu og meira að segja er af því ósvikin hveralykt. Gigtveik drottning Portúgals sem átti leið þarna um á fimmtándu öld frétta að því að fólki með ýmsa kvilla batnaði þeir í þessum böðum svo hún fór í þessi böð og fékka bót meina sinna svo hún seldi eitthvað af skartgripum sínum og lét reisa þarna heilsuhæli og enn þann dag er starfandi þarna nokkuð stór baðstaður. Það er líka mjög fallegur og vel hirtur garður í þessum bæ. Við vorum á rölti um bæinn í fjóra tíma í gær og fengum okkur gönguferð um gamla bæjarhlutann aftur í morgunn áður en við lögðum á stað heim.
Trjágöng í garðinum í Caldas da Rainha.
15 júlí 2007
Frábært að fá rigningu.
Veður: 15,4°/24,5° úrkoma 15 mm. Það byrjaði að rigna um fótaferð og rigndi fram yfir hádegi, sá aðeins til sólar síðdegis. Það var alveg frábært að fá þessa rigningu til að vökva fyrir sig. Þessi væta kom sér mjög vel fyrir okkur, því við ætlum að bregða okkur af bæ í tvo daga og eftir þessa rigningu þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af vökvun á meðan.
14 júlí 2007
Verslað
Veður: 9,4°/31,9° Léttskýjað í dag, en undir kvöld er skýjabakki að færast upp á vesturloftið, ekki seinna vænna ef spá um rigningu á morgunn á að rætast.
Dreif mig út að hjóla í morgunn áður en það yrði of heitt, varkominn heim aftur um hádegi og var þá búinn að hjóla 34 Km. Fór hring sem ég fer nokkuð oft, en nú er orðið of langt um liðið síðan ég hef farið þennan hring. Hef verið of latur að hjóla að undanförnu, en búinn að jóla tvisvar í þessari viku, sem verður bara að teljast gott. Það er fremur lítið um að vera á akurskikunum sem ég sá í dag. Víðaster búið að taka upp kartöflurnar og nú er beðið eftir að maísinn þroskist.
Í hjólaferðinni sá ég að það var kominn tími á að endurnýja hjálminn, síðast endurnýjaðu fyrir sex árum þegar ég datt á hjólinu svo ég rotaðist og það kom sprunga í hjálminn. Ekki vafi að hann bjargaði í mér líftórunni.
Síðdegis fórum við í verslunarferð og byrjuðumá að kaupa nýjan hjálm og fyrst ég var kominn í verslunarham, hélt ég bara áfram að versla og keypti mér buxur og tvær skyrtur. Við vorum þarna tvö pör á sipuðum aldri við karlmannabuxna standinn og í báðum tilvikum voru það konurnar sem virtust ráða ferðinni, svona eru þær góðar við okkur blessaðar. Við karlarnir stöndum okkur ekki svona vel þegar kemur að því að konurnar okkar þurfi að velja sér flík, þá eru við bara að dinglast ein hvers staðar í kring um þær, í stað þþess að koma með pils til þeirra og segja að þessi litur fari svo vel við brúna jakkann hennar. Við strákarnir megum svo sannarlega taka okkur á í þessu efni eins og svo mörgu öðru.
Dreif mig út að hjóla í morgunn áður en það yrði of heitt, varkominn heim aftur um hádegi og var þá búinn að hjóla 34 Km. Fór hring sem ég fer nokkuð oft, en nú er orðið of langt um liðið síðan ég hef farið þennan hring. Hef verið of latur að hjóla að undanförnu, en búinn að jóla tvisvar í þessari viku, sem verður bara að teljast gott. Það er fremur lítið um að vera á akurskikunum sem ég sá í dag. Víðaster búið að taka upp kartöflurnar og nú er beðið eftir að maísinn þroskist.
Í hjólaferðinni sá ég að það var kominn tími á að endurnýja hjálminn, síðast endurnýjaðu fyrir sex árum þegar ég datt á hjólinu svo ég rotaðist og það kom sprunga í hjálminn. Ekki vafi að hann bjargaði í mér líftórunni.
Síðdegis fórum við í verslunarferð og byrjuðumá að kaupa nýjan hjálm og fyrst ég var kominn í verslunarham, hélt ég bara áfram að versla og keypti mér buxur og tvær skyrtur. Við vorum þarna tvö pör á sipuðum aldri við karlmannabuxna standinn og í báðum tilvikum voru það konurnar sem virtust ráða ferðinni, svona eru þær góðar við okkur blessaðar. Við karlarnir stöndum okkur ekki svona vel þegar kemur að því að konurnar okkar þurfi að velja sér flík, þá eru við bara að dinglast ein hvers staðar í kring um þær, í stað þþess að koma með pils til þeirra og segja að þessi litur fari svo vel við brúna jakkann hennar. Við strákarnir megum svo sannarlega taka okkur á í þessu efni eins og svo mörgu öðru.
13 júlí 2007
Laukur
Laukur
12 júlí 2007
Ný tækni
Nú er ég farinn að notfæra mér nýja tækni varðandi notkun tölvunnar, en sú tækni býður upp á að nota tvo skjái við sömu tölvuna. Með þessu móti get ég haft síðuna sem ég er að skoða stækkaða á öðrum skjánum sem þýðir að ég sé ekki nema hluta af síðunni í einu, sem verður oft til þess að það fer eitthvað framhjá mér sem ég hefði viljað skoða, en með því að hafa síðuna í eðlilegri stærð á skjánum til hægri hef ég yfirsýn yfir alla síðuna þar. Einnig býður þessi tækni upp á að skjalið fari á báða skjáina í einu sem þýðir mun stærri mynd og minni þörf á að vera að renna myndinni til hliðar til að sjá það sem er á skjánum hverju sinni. Það er líka möguleiki að vinna með sitthvort viðfangsefnið á sitthvorum skjánum.
Það er gott að eiga þess kost að geta nýtt sér tölvutæknina til að létta sér lífið, það er til dæmis alveg stórkostlegt að geta látið lesa fyrir sig allan texta sem birtist á skjánum og geta skrifað inn texta með því að talgervill les hvern staf sem sleginn er inn og svo orðið þegar ítt er á stafabil.
Það er gott að eiga þess kost að geta nýtt sér tölvutæknina til að létta sér lífið, það er til dæmis alveg stórkostlegt að geta látið lesa fyrir sig allan texta sem birtist á skjánum og geta skrifað inn texta með því að talgervill les hvern staf sem sleginn er inn og svo orðið þegar ítt er á stafabil.
11 júlí 2007
10 júlí 2007
09 júlí 2007
08 júlí 2007
07 júlí 2007
Þoka
Veður: 14,8°/30,9° okuloft til hádegis, en léttskýjað síðdegis.
Við fórum í gönguferð í morgunn á meðan þokan grúfði enn yfir dalnum,því þá var alveg hæfilega heitt. Myndin hér fyrir neðan var tekin af brúnni yfir Caima ána og þar sést hvar hluti af Vale Maior kúrir sveipaður þokumóðu. Það er erfitt að trúa því að þessi árspræna sem sést á myndinni var í þvílíkum ham fyrir rúmum sjömánuðum að hún gróf undan einum brúarstólpanum, svo brúin seig niður um miðjuna og síðan er hún búin að vera lokuð fyrir bílaumferð og enn sjást þess engin merki að það eigi að hefjast handa við að gera við brúna
Við fórum í gönguferð í morgunn á meðan þokan grúfði enn yfir dalnum,því þá var alveg hæfilega heitt. Myndin hér fyrir neðan var tekin af brúnni yfir Caima ána og þar sést hvar hluti af Vale Maior kúrir sveipaður þokumóðu. Það er erfitt að trúa því að þessi árspræna sem sést á myndinni var í þvílíkum ham fyrir rúmum sjömánuðum að hún gróf undan einum brúarstólpanum, svo brúin seig niður um miðjuna og síðan er hún búin að vera lokuð fyrir bílaumferð og enn sjást þess engin merki að það eigi að hefjast handa við að gera við brúna
06 júlí 2007
05 júlí 2007
Ávextir
Veður: 10,1°/34° heiðskírt. Í dag var eðlilegt hitastig miðað við árstíma, en að undanförnu hefur verið heldur svalara í veðri en en í meðalári, sem þíðir bara að það hefur verið mjög þægilegt veður.
Nú eru perurnar orðnar þroskaðar hjá okkur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Perurnar eru algjört lostæti að borða þær beint af trénu sólvolgar. Mér finnst það eiga við um alla ávexti að þeir séu bestir á bragðið volgir. Mér finnst ekki gott að borða ískalda ávexti, þá er komið af þeim eitthvert kuldabragð sem ég kann ekki að meta. Ávextir sem teknir eru fullþroskaðir af trénu og borðaðir strax er allt annar matur en ávextir sem teknir eru af trénu áður en þeir eru fullþroskaðir svo hægt sé að flytja þá óskemmda á markað.
Nú eru perurnar orðnar þroskaðar hjá okkur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Perurnar eru algjört lostæti að borða þær beint af trénu sólvolgar. Mér finnst það eiga við um alla ávexti að þeir séu bestir á bragðið volgir. Mér finnst ekki gott að borða ískalda ávexti, þá er komið af þeim eitthvert kuldabragð sem ég kann ekki að meta. Ávextir sem teknir eru fullþroskaðir af trénu og borðaðir strax er allt annar matur en ávextir sem teknir eru af trénu áður en þeir eru fullþroskaðir svo hægt sé að flytja þá óskemmda á markað.
04 júlí 2007
03 júlí 2007
Að heilsast og kveðjast
Veður: 14°/22,4° alskýjað og regndropar af og til, en varla næg úrkoma til að mæla í mínum ónákvæma úrkomumæli.
Það er hálf tómlegt í kotinu núna, því Inga dóttir mín ásamt eiginmanni og syni fóru í morgunn til Algarve. Það var svo indælt að hafa þau hér hjá okkur og nú hugsa ég bara um þær góðu stundir sem við áttum saman og hlakka til að sjá þau aftur sem fyrst. Myndin af þeim hér á síðunni var tekin í morgunn rétt áður en þau fóru.
02 júlí 2007
01 júlí 2007
Fjörulallar
Veður: 15°/25,3° úrkoma 2 mm. Hefur gert góða skúr í nótt, en alveg þurrt í dag. Skýjafar svipað í dag og var í gær, skýjað morguns og kvölds, en léttskýjað um miðjan daginn.
Lífinu var tekið með ró hér í dag. Það var búið að ákveða í gær að nota daginn í dag til að skoða mannlífið og byggðina við ströndina og við það var staðið, þó sólin væri spör á sig fram yfir hádegi. Það passaði að þegar við vorum komin niður að ströndinni var sólin farin að skína, svo við fengum mjög gott veður til að rölta um. Fyrst fórum við í góðan göngutúr í flæðarmálinu. Þó það væri alveg logn var óvenjumikið brim, svo það var engum leyft að fara í sjóinn nema þeim sem voru í blautbúningum og á brimbrettum.
Eftir fjörulallið var gengið um göturnar og að sjálfsögðu var litið við á kaffiihúsi.
Á mydinni má sjá Þórunni, Ingu og Ingólf Pál. Ég vona að það megi líka gera sér grein fyrir ölduganginum við ströndina.
Lífinu var tekið með ró hér í dag. Það var búið að ákveða í gær að nota daginn í dag til að skoða mannlífið og byggðina við ströndina og við það var staðið, þó sólin væri spör á sig fram yfir hádegi. Það passaði að þegar við vorum komin niður að ströndinni var sólin farin að skína, svo við fengum mjög gott veður til að rölta um. Fyrst fórum við í góðan göngutúr í flæðarmálinu. Þó það væri alveg logn var óvenjumikið brim, svo það var engum leyft að fara í sjóinn nema þeim sem voru í blautbúningum og á brimbrettum.
Eftir fjörulallið var gengið um göturnar og að sjálfsögðu var litið við á kaffiihúsi.
Á mydinni má sjá Þórunni, Ingu og Ingólf Pál. Ég vona að það megi líka gera sér grein fyrir ölduganginum við ströndina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)