Lífinu var tekið með ró hér í dag. Það var búið að ákveða í gær að nota daginn í dag til að skoða mannlífið og byggðina við ströndina og við það var staðið, þó sólin væri spör á sig fram yfir hádegi. Það passaði að þegar við vorum komin niður að ströndinni var sólin farin að skína, svo við fengum mjög gott veður til að rölta um. Fyrst fórum við í góðan göngutúr í flæðarmálinu. Þó það væri alveg logn var óvenjumikið brim, svo það var engum leyft að fara í sjóinn nema þeim sem voru í blautbúningum og á brimbrettum.
Eftir fjörulallið var gengið um göturnar og að sjálfsögðu var litið við á kaffiihúsi.
Á mydinni má sjá Þórunni, Ingu og Ingólf Pál. Ég vona að það megi líka gera sér grein fyrir ölduganginum við ströndina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli