Veður: 8,8°/29,3° heiðskírt.
Það eru tvö appelsínutré hér í Austurkoti og það er mjög misjafnt milli ára hversu mikinn ávöxt þau bera, en í ár er það meira en þau ráða við svo ég hef verið að tína talsvert af ávöxtunum af þeim á meðan þeir eru smáir. Þetta er gert bæði til þess að greinarnar brotni ekki af trénu þegar appelsínurnar eru orðnar stórar og eins er þetta gert til að fá stærri og betri appelsínur. Appelsínutrén blómgast í maímánuði og um áramót eru þær orðnar fullþroskaðar. Þær geymast svo á trénu fram á sumar, í síðustu viku borðaði ég appelsínu sem var góð, en nú er ekki meira að hafa fyrr en um jól.
Appelsínutréð
Appelsínurnar eins og þær líta út núna, þegar enn eru nær fimm mánuðir í að þær séu fullþroskaðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli