14 júlí 2007

Verslað

Veður: 9,4°/31,9° Léttskýjað í dag, en undir kvöld er skýjabakki að færast upp á vesturloftið, ekki seinna vænna ef spá um rigningu á morgunn á að rætast.

Dreif mig út að hjóla í morgunn áður en það yrði of heitt, varkominn heim aftur um hádegi og var þá búinn að hjóla 34 Km. Fór hring sem ég fer nokkuð oft, en nú er orðið of langt um liðið síðan ég hef farið þennan hring. Hef verið of latur að hjóla að undanförnu, en búinn að jóla tvisvar í þessari viku, sem verður bara að teljast gott. Það er fremur lítið um að vera á akurskikunum sem ég sá í dag. Víðaster búið að taka upp kartöflurnar og nú er beðið eftir að maísinn þroskist.
Í hjólaferðinni sá ég að það var kominn tími á að endurnýja hjálminn, síðast endurnýjaðu fyrir sex árum þegar ég datt á hjólinu svo ég rotaðist og það kom sprunga í hjálminn. Ekki vafi að hann bjargaði í mér líftórunni.
Síðdegis fórum við í verslunarferð og byrjuðumá að kaupa nýjan hjálm og fyrst ég var kominn í verslunarham, hélt ég bara áfram að versla og keypti mér buxur og tvær skyrtur. Við vorum þarna tvö pör á sipuðum aldri við karlmannabuxna standinn og í báðum tilvikum voru það konurnar sem virtust ráða ferðinni, svona eru þær góðar við okkur blessaðar. Við karlarnir stöndum okkur ekki svona vel þegar kemur að því að konurnar okkar þurfi að velja sér flík, þá eru við bara að dinglast ein hvers staðar í kring um þær, í stað þþess að koma með pils til þeirra og segja að þessi litur fari svo vel við brúna jakkann hennar. Við strákarnir megum svo sannarlega taka okkur á í þessu efni eins og svo mörgu öðru.

Engin ummæli: