26 júlí 2007

Nú er horfið.....

Veður: 10,8°/30,2° léttskýjað.

er horfið norðurland á ég hvergi heima, þessi orð komu upp í huga mér í gær í boðinu hjá hjónunum sem við eru með í leikfimi. Þau hjón eru bæði úr sama þorpinu hér í norðaustur Portúgal en fluttu þaðan fyrir 36 árum og settust þá þar sem þau búa nú. þeirra sögn er betra mannlíf þarna norður frá sem kallað er fjallabaki, fólkið vingjarnlegra og einlægara en hér í grennd. Maturinn þarna er líka betri, í gær voru þau með það sem kallað er precunto, sem er hrátt þurrkað og mjög þunnt sneitt svínakjöt. Þau voru með þetta eins og það er verkað hér og líka eins og það er verkað í þeirra fæðingarsveit og auðvitað var það kjöt sem var úr fæðingarsveitinni mun bragðbetra þeirra sögn. Ég get viðurkennt það var bragðmunur á þessu, en hvort var betra eða verra er svo önnur saga. Þau voru líka með ost heiman sem á sér engan líkan þeirra sögn, en mínir bragðlaukar eru ekki á sama máli. Ólífuolían er heldur ekki nothæf nema úr heimasveitinni.
Húsið sem þau eiga er í dæmigerðu litlu sveitaþorpi. Húsið er mjög gamalt en þau eru búin gera það allt upp, svo það lítur vel út þó það ekki mjög þægilegt til íbúðar. Það sem var víngerð í kjallaranum þegar þau fengu húsið er borðstofa, en eldhúsið á hæðinni fyrir ofan, ekki mjög þægilegt en þessi borðstofa er ekki notuð nema þegar margt fólk er í mat. Við vorum samt látin borða þarna í gær, en það hefði verið mun notalegra borða í eldhúsinu, því það er rúmgott. Það er ekki innangengt úr íbúðarhúsinu inn í stofuna, það verður fara út á veröndina við húsið til komast í stofuna, kemur sér hér er ekki snjór og frost.
Bak við húsið eiga þau talsvert land, þar sem þau eru með skepnur, þau eru með margar kanínur, nokkur hænsni og svín. Á landinu rækta þau það fóður sem þarf í þessa gripi. Þau framleiða kjöt til selja.
Hann sagðist hafa unnið í pappírsverksmiðju sem er þarna skammt frá í tíu eða tólf ár þegar ég spurði hann við hvað hann hefði unnið, frúin var fljót leiðrétta manninn og sagði árin sem hann vann þar hefðu bara verið fjögur. Hann sagði líka sonur þeirra sem enn býr á hótel Mömmu og var þarna væri 32 ára, en sonur innsagðist vera 35. Sonurinn hjálpaði Mömmu sinni við bera ýmislegt upp og niður stigana, sem kom sér vel fyrir hana, því hún er nokkuð mikið feit svo stigaganga er ekki það besta sem hún lendir í, hinsvegar lét bóndinn alveg eiga sig snúast í kring um kellu sína.
Hér fyrir neðan er mynd af frúnni við ´tigrillið










Engin ummæli: